<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Uppsetning > Almennt > Flýtitakkar |
Þessi flipi leyfir þér að skilgreina flýtitakka fyrir aðgerðir. Það getur flýtt talsvert fyrir skráningu á algengum aðgerðum sem framkvæmdar eru á sjúklingnum og dregið úr skráningarvillum.
Fyrir hvert atriði, getur þú skilgreint eina eða fleiri aðgerðir, sem bætast við þegar smellt er á viðkomandi flýtitakka. Tilgreina má fjölda fyrir aðgerðarlið, t.d. 012x2 til að fá eina línu fyrir tvær röntgenmyndir, eins og gert er í þessu tilviki:
Flýtitakkarnir geta verið allt að 20 talsins. Hér eru færð inn þau aðgerðanúmer, sem færast inn á kortið þegar ýtt er á takkann. Númerin sem eiga að vera í takkanum, eru hvert eftir annað skráð inn í reitinn fyrir framan takkann Bæta við og síðan smellt á takkann. Númerin safnast upp í gluggann fyrir ofan; síðan þarf að tilgreina þriggja stafa skammstöfun til að auðkenna takkann og stutta lýsingu. Að lokum ákveður þú einkennislit með því að smella á litareitinn og velja lit við hæfi. Til að vista skráninguna skaltu ýta á Staðfesta og Geyma.