<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Tæknimál > Tenging við myndavélar |
Nú er mun auðveldara en áður að gera ákall á forrit fyrir Röntgen-myndavélar og aðrar myndavélar sem tannlæknar nota. Algengustu tegundir myndavéla hafa þegar verið skilgreindar og má velja þær í flipanum Uppsetning - Almennt - RVG
Ef myndavélin þín er ekki á þeim lista, getur þú samt í flestum tilfellum skilgreint það sem til þarf. Gefðu henni stutt nafn sem kemst fyrir á takkanum og tilgreindu svo slóð sem vísar á forritið og þær færibreytur sem það getur tekið við. Ef orðabil kemur fyrir í slóðinni að forritinu, er yfirleitt best að hafa gæsalappir utanum.
Hér er dæmi um slíka slóð:
"C:\Program files\Producer\XRay product\Startcommand.exe" /LastName #LNAME /FirstName #FNAME /IDNumber #ID
Algengast er að svona forrit þurfi kennitölu eða sjúklingsnúmer, auk fornafns og eftirnafns. Á lista yfir Breytuheiti sérðu allar þær breytur sem í boði eru í kerfinu. Atburðaskráningin getur síðan hjálpað þér að sjá nánar hvernig til tókst.