Nýtt í þessari útgáfu

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Tannlæknaþjónninn >

Nýtt í þessari útgáfu

Tannlæknaþjónninn er í stöðugri þróun og ný útgáfa er gefin út minnst einu sinni á ári og tilraunaútgáfur þess á milli.  Þessi hjálpartexti var síðast uppfærður 20.1.2022.

 

Þessi útgáfa Þjónsins, 2022.1.20.1, sem gefin var út í janúar 2022, inniheldur ýmsar nýjungar og lagfæringar sem notendur hafa óskað eftir.  Má þar nefna:

 

Nýtt: Stuðningur við aukatennur vegna sendinga til SÍ (tönn 1x / 2x / 3x / 4x)

Nýtt: Kerfið varar við ef reynt er að bóka tíma á almennum frídegi

Nýtt:  Auðvelt að senda SMS-skeyti beint úr Biðlistanum

Nýtt:  Hreinsa má SMS-sent merki fyrir tiltekinn dag og tannlækni, svo senda megi margar áminningar (t.d. með viku- og dags fyrirvara)

Nýtt:  Stuðningur við ef SÍ-reikningur er settur á bið (einkum fyrir tannréttara)

Nýtt:  Hægt er að skilgreina annan texta en "TFÍ" í haus reiknings

Nýtt:  Auðvelt að endurvekja glugga sem "týnast"

Lagfæring:  Staða sjúklings breytist aðeins í SÍ-almennt ef hann fær endurgreiðslu

Lagfæring:  Varað við þegar færslu er eytt af Biðlista

Nýtt í TannData:  Uppfæra má Aðgerðaskrá/gjaldskrá skv. SÍ-taxta

Nýtt í TannData: Auðvelt að finna síðasta SÍ-reikning, til að laga ósamræmi í reikningsnúmerum

Ýmsar aðrar smærri lagfæringar

 

 

Forveri hennar, 2018.9.15.1, sem gefin var út í september 2018, innihélt meðal annars:

 

Nýtt: SÍ-taxti vegna endurgreiðslu til aldraðra og öryrkja

Lagfæring:  Sending á stöku SMS fyrir til að minna á tíma, gefur nú réttan tíma skv. dagbók

Ýmsar aðrar smærri lagfæringar

 

 

Útgáfan þar áður, 2015.4.15.1 var gefin út í apríl 2015 og innihélt:

 

Nýtt: Bakfærsla á SÍ-reikningi

Nýtt: Sveigjanleg nafnaleit (óháð millinafni)

Nýtt: Kynkóði og sjálfvirk kyngreining út frá nafni.

Nýtt: Leit í aðgerðaskrá.

Nýtt: Skoða fjölda þjóðskrárflettinga yfir tiltekið tímabil.

Nýtt: Skilgreina má sjálfgefinn fjölda tíma-hólfa (kortera) við skráningu í dagbók.

Nýtt: Sækja símanúmer til ja.is með vefþjónustu (mun áreiðanlegra en eldri aðferðir).

Nýtt: Tenging við Digirex röntgenforrit.

Nýtt: Hægri-smellu valmynd í kort (til að merkja línur og fella niður).

Hlutur sjúklings og hlutur SÍ prentast á reikning.

Sending reiknings til SÍ hefur verið endurbætt vegna sérumsókna, tannsmíðakostnaðar og tannréttinga.

Lagfæringar á Sérfræðiálagi.

Aldur sjúklings er nú reiknaður rétt m.v. fæðingardag.

Innköllunarlisti inniheldur nú öll símanúmer sjúklings.

Draugalína á nýjum sjúklingum heyrir sögunni til.

Innbyggð öryggisafritun hefur verið fjarlægð úr Þjóninum og þess í stað mælt með sjálfstæðum forritum fyrir afritun gagna.

... auk fjölda annarra smærri lagfæringa.

 

 

Fyrri útgáfa, 2014.5.12.1, sem gefin var út í maí 2014, innihélt eftirfarandi betrumbætur:

 

Nýtt: Rafræn samskipti við Sjúkratryggingar Íslands

Endurbætur á dagatali í dagbók, þ.e. betra útlit og 31. desember kemur nú með.

Lagfæringar á Sérfræðiálagi.

Rammaskjal fyrir sjúkraþjálfun.

Endurbætur á TannData til að finna aðila án GSM-númers.

TannData: Finna ytri IP-tölu (sem er notuð við fjarstýringar á tölvum)

... og fjölda annarra smærri lagfæringa.

 

 

Útgáfan þar áður, 2013.5.14.1, sem gefin var út í maí 2013, innihélt þessar breytingar:

 

Nýtt: Aðlögun að samningi milli SÍ og TFÍ um 100% endurgreiðslu á tannlækningum fyrir börn og unglinga í tilteknum aldurshópum.  Verðskráin fylgir með Þjóninum, svo notendur þurfa ekki að breyta sínum verðskrám.  Einnig fylgja skýringar á endurgreiðslureglum, sem birtast þegar aðgerðarlína er skráð á kort sjúklings.

Nýtt: OpenDigora tengiforrit í boði fyrir aðila sem nota Digora röntgenskanna fyrir digital-filmur.

Nýtt: Hægt er að merkja sjúklinga sem virka/óvirka/látna og velja viðeigandi hópa í ýmsum skýrslum.

Lagfæring á tengingu við símaskrá á www.ja.is

Sveigjanlegri tenging við nokkur röntgenforrit (skilgreina má staðsetningu og heiti samskiptaskrár)

Lagfæring á útprentun lyfseðla (læknisnúmer fært til)

... og fjölda annarra smærri lagfæringa.

 

 

Útgáfan þar á undan, 2012.9.15.1, sem gefin var út í september 2012, innihélt þessar breytingar:

 

Nýtt: Senda SMS-áminningar til valinna aðila

Nýtt: Staðlaðir rammatextar í sendingu áminninga með SMS og tölvupósti.

Nýtt: Skilgreina má hvaða flipar sjáist (Kort, Stofn, Status, Perio) þegar sjúklingur er valinn

Endurbætt uppfletting símanúmera, með sjálfvirkri tengingu við vefsíðu ja.is ef áreiðanlegar upplýsingar um símanúmer finnast ekki.

Tenging við DBSWin fyrir börn fædd árið 2000 hefur verið lagfærð.

Fleiri breytur hafa verið skilgreindar, fyrir samskipti við önnur forrit.

Ýmsar lagfæringar á hjálpartexta, notendahandbók og uppfærsluferli.

TannData forritið býður nú upp á ákall á ýmis hjálpartól, sem m.a. auðveldar greiningu netvandamála.

TannData getur nú skipt upp símanúmerum, þar sem 2 eða 3 númer hafa verið skráð í heimasíma/vinnusíma.

... og fjölda annarra smærri lagfæringa.

 

 

Forveri hennar, 2012.1.14.1, sem gefin var út í janúar 2012, innihélt þessar breytingar:

 

Nýtt: Leita má eftir sjúklingi út frá símanúmeri.  Hentar vel ef þú notar númerabirtingu á símanum.

Nýtt: Leita má eftir sjúklingi út frá tilvísandi tannlækni.

Nýtt: Raða má lista yfir sjúklinga sem fundust á ýmsa vegu, með því að smella á viðeigandi dálk.  Einnig birtist fjöldi þeirra á stöðulínu.

Nýtt: Skilgreina má hvaða flipi opnast þegar sjúklingur er opnaður:  Kort, Stofn, Status eða Perio.

Nýtt: TannData forritið getur nú endurbyggt skemmdar lykilskrár (indexa) fyrir töflur.

Skýrari framsetning á lista yfir sjúklinga sem fundust skv. leitarskilyrðum.  Póstnúmer og kennitala birtist nú líka.

Val á dagsetningum og tímabilum hefur verið endurbætt.

Villa sem lýsti sér í röngum haus á reikningi ef athugasemdir voru skrárðar við kortalínu, hefur verið lagfærð.

Villuprófun á dagsetningu innkalls:  Ekki er leyft að tilgreina dagsetningu sem er liðin.

Fleiri möguleikar bjóðast nú í sendingu áminninga með SMS og tölvupósti.

 

 

Undanfari hennar, 2011.10.3.1, sem gefin var út í október 2011, bauð upp á eftirfaldar breytingar:

 

Nýtt: Afrita helstu atriði um sjúkling yfir á Windows klippuborðið.  Þetta má m.a. nota v/samskipta við önnur forrit, límmiðaprentun o.fl.  Hægt er að skilgreina hvaða svæði eru notuð, sem og útlit (format) afritunarinnar í Tann.ini stýriskránni.

Nýtt: Stofna má algeng skjöl fyrir sjúkling, t.d. slysavottorð og önnur skjöl sem send eru til Sjúkratrygginga Ríkisins.  Fyrst er rammaskjal afritað yfir í skjalasafn sjúklingsins og það síðan opnað.

Nýtt: Mögulegt er að stilla Dagbókina þannig að dagurinn byrji fyrir kl. 08:00 á morgnana og úthlutaðar tímaeiningar geta verið 5, 10, 15, 20, 30 eða 60 mínútur að lengd.

Nýtt: Nýr takki í dagbók [Dagurinn í dag] svo auðveldara sé að hlaupa á þann dag sem mest er unnið með.

Nýtt: Eyða má mynd sjúklings af skrá (með því að hægri-smella á myndina og velja viðeigandi aðgerð).

Nýtt: Val um að Skrá ítarlegar upplýsingar í atburðaskrá, til að auðvelda greiningu samskiptavandamála o.fl. í þeim dúr.

Auðveldari tenging við Myndasafn (skjalasafn) sjúklings með Ctrl+M.

Myndasafn sjúklings er nú stofnað sjálfvirkt, án þess að birta viðvörun.

Tenging við SIDEXIS röntgen myndavélar hefur verið endurbætt.  Þessi tenging hefur verið sannprófuð hjá Tannlæknadeild Háskólans.

Villa í prentun reikninga, þar sem haus átti til að hverfa, hefur verið lagfærð.

Birting dagsetninga í kerfinu, er nú víðast hvar á almennu íslensku formi:  15. okt. 2011 (í stað 15. Okt 2011)

TannData villukamburinn var endurbættur.  Nú er betur unnt að stjórna hvaða skrár og svæði verða villuprófuð.

... og fjölda annarra smærri lagfæringa.

 

 

Útgáfan á undan henni, 2011.4.10.1, sem gefin var út 10. apríl 2011, innihélt ýmsar nýjungar og lagfæringar:

 

Athugasemdir um sjúkling í Stofni:  Athugasemdirnar geta verið nokkuð ítarlegar og sjást fyrstu 6 línurnar strax.  Ekki þarf lengur að nota önnur svæði undir slíkar upplýsingar.

Betri tenging við þjóðskrá (Socket error villan heyrir nú sögunni til).

Tenging við Vanskilaskrá (Vogina hjá CreditInfo) gegnum valmyndina.

Hægt er að fletta í þjóðskrá eftir nafni eingöngu, við nýstofnun sjúklings.  Þá birtist nafnaleitin í þjóðskrá og þú getur valið rétta aðilann og "sótt" hann.

Upplýsingar um forráðamann eru ekki hreinsaðar út við uppflettingu í þjóðskrá, nema nýjar sé að hafa.  Breytingin er einnig vistuð í atburðaskrána.

TannData villukamburinn var endurbættur.

Betri aðlögun fyrir Windows 7 og VISTA (stækkun leturs).

... og ýmsar aðrar smærri lagfæringar.

 

 

Útgáfan þar áður, 2011.3.27.1, sem var gefin út 27. mars 2011, innihélt þessar nýjungar og betrumbætur:

 

Endurbætur á skilgreiningum um SMS-þjónustu sem nota skal til sendingar á SMS-skeytum, svo hægt sé að tengjast við fleiri þjónustuaðila.

Tengingu við Schick röntgenmyndavélar.

Tengingu við Sidexis röntgenmyndavélar.

Tengingu við aðrar tegundir myndavéla sem ekki hafa þegar verið skilgreindar.  Notuð er sveigjanleg skipanalína sem leyfir fjölda breytuheita.

Virkja má atburðaskráningu frá valmynd og nota til að greina ýmis vandamál.

Niðurfelling bókunar úr dagbók er nú skráð í atburðaskráningu, svo finna megi út eftirá hvaða sjúklingur það og aðrar upplýsingar um bókunina.

Skoða atburðaskráninguna (Tann.log).

Sjálfvirkt ákall á skipun fyrir drifmöppun, ef samband næst ekki við gagnagrunninn þegar forritið er ræst.

Takki fyrir Myndasafn verður nú feitletraður ef safnið er til og einhver skjöl er þar að finna.

Þegar sjúklingur er stofnaður, er nú sjálfgefið hakað við "Vill fá SMS".

Sjálfgefið er nú að leita í Netþjóðskrá ef hún og þjóðskrá á diski eru báðar virkar.

TannData villukamburinn var endurbættur og ræður nú við fleiri villur en áður.

... auk fjölda annarra smærri lagfæringa.

 

 

Útgáfan þar áður, 2011.3.14.1, sem gefin var út 14. mars 2011, innihélt ýmsar nýjungar og betrumbætur, þar á meðal:

 

Sækja má símanúmer (heimasíma og GSM-síma) sjálfvirkt frá www.ja.is með því að smella á takkann Sækja símanúmer í stofni.

Hægt er að skilgreina hvaða SMS-þjónustu skuli nota til sendingar á SMS-skeytum.  Sendandinn ber kostnað af slíkri áskrift, en áreiðanleikinn er mun meiri.  Dæmi um slíka þjónustu er www.isms.is þar sem hvert skeyti kostar um 12 kr.

Atburðaskráning (e. logging) vegna samskipta yfir Internetið.  Hentar vel til að rekja samskiptavandamál.

Heimilisfang og póstnúmer sést nú í leit í þjóðskrá á diski.

Valkostur: Nota bandstrik í símanúmeri.  Þegar símanúmer er skráð eða sótt, er það vistað á forminu 893-8227 en annars sem 893 8227.

Formar símanúmer sjálfvirkt við innslátt, ýmist með orðabili eða bandstriki.

Mögulegt er að ræsa fleiri en eitt eintak af Tannlæknaþjóninum, t.d. ef tvær stofur nota sömu tölvuna.  Rofi /M á skipanlínu leyfir það.

Prentun Greiðslukvittunar gerð virk á ný.

TannData: Laga format símanúmera í Sjúklingaskránni.

TannData: Gróf hraðamæling á lestri gagna úr gagnagrunninum, og tenging við Netspeed og http://reykjavik.speedtest.net sem allt getur hjálpað við greiningu á netvandamálum.

Innsetningarforrit fyrir nýja aðila.  Setur inn Tannlæknaþjóninn og Borland Database Engine.  Prufuleyfi fylgir.

Endurbættur hjálpartexti og notendahandbók.

Hjálpartextinn er nú líka aðgengilegur á vefnum á slóðinni www.hugmot.is/tann/help

 

 

Fyrri útgáfa (2011.3.6.1) bauð upp á þessar nýjungar og betrumbætur í samanburði við útgáfu 5.x frá september 2009:

 

Endurbætt útlit í samræmi við Windows hefðir

Bein tenging við þjóðskrá við stofnun sjúklings.  Nafn og kennitala forráðamanns er líka fyllt út ef við á.

Leit í þjóðskrá á netinu

Fletta má auðveldlega upp fjölskyldu sjúklings

Sækja má sjúkling/stofna hann beint úr þjóðskrárleit

Flytja má gögn úr Sjúklingaskránni yfir í textaskrá fyrir Excel o.fl. forrit

Sending gagna til Sjúkratrygginga

Sjálfvirk skipting milli sviða í leit

Möguleiki á fjölda í aðgerðum á bak við flýtivísanir

Tenging við myndasafn sjúklings (og sjálfvirk stofnun þess)

Sjálfvirk athugun á nýrri útgáfu

Sérstakt forrit sem sannprófar gögn kerfisins (TannData)

Ítarlegur hjálpartexti

Notendahandbók á PDF-formi sem hentar til útprentunar

Öruggari sendingu SMS-skilaboða

Sending stakra SMS-skilaboða

Bein tenging við tölvupóst frá netfangi sjúklings

... og ýmsar aðrar smærri lagfæringar

 

Allar ábendingar um atriði sem betur mega fara og nýja verkþætti sem þú vilt sjá í Tannlæknaþjóninum, eru vel þegnar.  Sendu tölvupóst á it@hugmot.is og þú gætir séð hugmynd þína verða að veruleika í næstu útgáfu Tannlæknaþjónsins!

 

Þessi notendahandbók er í stöðugri mótun og verður í raun seint fullgerð.