Aðgangur að Þjóðskrá

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Notkunarskilmálar >

Aðgangur að Þjóðskrá

Nú býðst notendum kerfisins aðgangur að Þjóðskrá gegnum netið í samstarfi við verkfræðistofuna Ferli ehf.  Slík áskrift kostar nú 24.000 kr. á ári en rukkað er aukagjald ef notkun fer fram yfir 100 flettingar á mánuði.  Verð getur breyst í samræmi við tilkostnað.  Tannlæknirinn sem er í forsvari fyrir stofuna, þarf að senda undirritaða yfirlýsingu um notkunartakmarkanir til Hagstofunnar, þar sem uppflettingin snertir viðkvæma þætti eins og fjölskyldunúmer.

 

Upplýsingar úr Þjóðskránni eru sóttar þegar nýr sjúklingur er stofnaður í kerfinu.  Ef sjúklingur er undir verndarvæng foreldra/umráðamanns, er einnig sótt nafn og kennitala umráðamanns (móður ef unnt er). Síðast en ekki síst, er hægt að leita í Þjóðskrá eftir kennitölu og nafni, eða finna alla meðlimi tiltekninnar fjölskyldu.

 

Miðað er við hófstillta notkun og er hún mæld og endurskoðuð reglulega.  Þeir tannlæknar sem fara langt fram úr meðaltali, geta þurft að greiða aukagjald fyrir umframnotkunina.

 

Þú getur fylgst með eigin notkun, með því að velja: Ýmislegt -> Skoða fjölda Þjóðskrárflettinga frá valmyndinni.