Viðhaldssamningur

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Notkunarskilmálar >

Viðhaldssamningur

Boðið er upp á viðhaldssamning, sem tryggir þér reglulegar uppfærslur á Tannlæknaþjóninum gegn hóflegu endurgjaldi.  Gjaldið er innheimt einu sinni á ári og nemur 20% af verði kerfisins á hverjum tíma.

 

Jafnt og þétt er unnið að nýjungum og lagfæringum á Tannlæknaþjóninum og nýjar tilrauna-útgáfur eru gefnar út nokkrum sinnum á ári.  Þeim er dreift gegnum vefinn, þannig að allir notendur með gildan uppfærslurétt geta sótt og virkjað nýjustu útgáfuna um leið og hún kemur út.

 

Ef þú kýst að sleppa viðhaldssamningi, virkar forritið eins og áður, en þú þarft að kaupa nýjar útgáfur sérstaklega gegn hærra gjaldi (30-50% af verði nýs kerfis eftir því hve gömul útgáfan þín er þegar þú uppfærir).  

 

Samkvæmt upplýsingum frá Tannlæknafélagi Íslands, kostar rekstur Tannlæknaþjónsins á ársgrundvelli (þ.e. viðhaldssamningur og tenging við Þjóðskrá) um helming af rekstrarkostnaði sambærilegra kerfa á markaði.

 

Sjá nánari upplýsingar um verð og valkosti á www.tann.is