<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Tannlæknaþjónninn > Saga Tannlæknaþjónsins |
Tannlæknaþjónninn var upphaflega hugarfóstur Hængs Þorsteinssonar tannlæknis og á sér langa sögu.
Árið 1987 lagði Kristinn Johnsen grunninn að kerfinu og útfærði það fyrir Archimedes tölvur frá Acorn. Kerfið byggði á hinu hefðbundna sjúklingakorti og gerir enn. Fyrsta útgáfan var tekin í notkun 1988 á tannlæknastofu Hængs. Ragnar Hafstað og Garðar Runólfsson tóku síðan við þróun forritsins.
Árið 1996 þegar Windows 95 hafði fest sig í sessi, var ráðist í endurgerð forritsins fyrir Windows tölvur. Ragnar tók að sér verkið og forritaði það í Delphi (Pascal fyrir Windows) og virkjaði Borland Database Engine fyrir gagnagrunninn. Fyrsta Windows-útgáfa forritsins leit svo dagsins ljós 1997 og fljótlega náði forritið góðri útbreiðslu meðal tannlækna.
Árið 2009 keypti Tannhjól ehf forritið af Hængi og sá Ragnar áfram um viðhald þess.
Árið 2010 tók Ingólfur Helgi Tryggvason hjá Hugmóti ehf að sér viðhald forritsins. Þessi nýja og endurbætta útgáfa er afrakstur af þeirri vinnu. Sérstakar þakkir fá Kolbeinn Normann, Hannes Ríkarðsson og Hængur Þorsteinsson fyrir prófanir á kerfinu meðan það var í þróun.
Árið 2014 var bætt við sendingu á rafrænum reikningum til SÍ, þar sem samningur um endurgreiðslu vegna tannlækninga barna og unglinga hafði verið gerður, eftir langt undirbúningsferli.
Í september 2018 keypti TEG (Tannlæknastofa Elfu Guðmundsdóttur) höfundarréttinn af Tannhjóli og gerði samstarfssamning við Hugmót um áframhaldandi þróun og viðhald kerfisins.
Nú nota um 50 tannlæknar forritið í daglegum rekstri á meira en 150 útstöðvum alls.