Sjálfvirk drifmöppun

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Tæknimál >

Sjálfvirk drifmöppun

Ef gagnagrunnur Tannlæknaþjónsins er vistaður á annarri tölvu, þarf að tengja diskdrif á tölvunni við netslóð gagnagrunnsins.  Það er yfirleitt gert um leið og tölvan er ræst og þarf ekki að huga meir að því eftir að þessi skilgreining hefur einu sinni verið sett upp.

 

Stundum vill samt til að þessi tenging kemst ekki á af sjálfsdáðun.  Því er nú boðið upp á að skilgreina ákall á BAT-skrá eða skipanalínu til að koma þessari tengingu á um leið og Tannlæknaþjónninn er ræstur.  Með þjóninum fylgir nú dæmi um slíka skrá sem heitir því lýsandi nafni: Mapdrive.bat og dæmi um innihald í þeirri skrá gæti verið:

 

net use Z: \\Frammi\Thjonn

 

Ef þú þarft að nýta þetta, skaltu fyrst breyta Mapdrive.bat þannig að hún vísi á rétta safnið.  Síðan skaltu bæta við eftirfarandi kafla í Tann.ini stýriskrána:

 

[DriveMap]

DriveMapPath=Mapdrive.bat

DriveMapDelay=2000

 

Þegar forritið er ræst og ekki næst tafarlaust samband við gagnagrunninn, er kallað á skipanalínuna sem DriveMapPath tilgreinir.  Að því loknu er hinkrað í DriveMapDelay millisekúndur, uns reynt verður aftur að ná sambandi við grunninn.  Ef það tekst, ræsist forritið eins og ekkert hafi í skorist, en ef ekki, birtast viðeigandi villuboð og forritið endar.