<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Uppsetning > Stilling dagbókar |
Þegar kerfið er sett inn, er sjálfgefin stilling dagabókar á þann veg, að dagurinn spannar tímabilið 08:00 - 19:00 og hleypur á 15 mínútna einingum. Þetta er stilling sem hefur verið notuð frá upphafi og dugað fyrir nánast alla notendur forritsins.
Til að mæta óskum þeirra sem vilja byrja fyrr á morgnana eða bóka aðrar tímaeiningar en 15 mínútur, er nú í boði að stilla kerfið á annan byrjunar- og endatíma og breyta hverri tímaeiningu í 5, 10, 15, 20, 30 eða 60 mínútur.
Ef þú hefur áhuga á að breyta þessari grunnstillingu, skaltu hafa samband við þjónustuaðila kerfisins. Umbreyta þarf upplýsingunum sem þegar hafa verið skráðar og sannprófa að allt virki eins og vera ber. Þessi aðgerð tekur 1-2 tíma í framkvæmd.
Sjálfgefinn tími fyrir nýjar bókanir:
Stilla má hversu mörg tímahólf (venjulega korter) eru sjálfgefin við bókun á tíma í dagbókina. Ef þú vilt hafa sjálfgefinn tíma 30 mínútur, þarftu að bæta við þessari línu í Tann.ini-stýriskrána:
[Options]
Dagbfjoldi=2
Þá birtist 2 í svæðinu Fjöldi tíma við innslátt í dagbókina: