<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Tannlæknaþjónninn > Kröfur til búnaðar |
Tannlæknaþjónninn keyrir á Windows-tölvum og gerir ekki miklar kröfur til vélbúnaðar.
Skynsamlegast er að nota nýjasta Windows-stýrikerfið (10 eða 11), en forritið gengur líka á eldri Windows-útgáfum (8, 7, Vista eða XP). Almennt má segja að lágmarkskröfur til tölva og netkerfis sem Tannlæknaþjónninn vinnur á, séu þessar:
•Örgjörvi með 1 GHz tiftíðni
•1 Gb innra minni
•20 Gb diskpláss
•Skjákort með 1200 x 1024 díla upplausn eða meiri
•Mús og lykilborð
•Laser- eða bleksprautuprentari
•Netkort fyrir samnýtingu á neti og/eða tengingu við Internetið
•Internet-tenging fyrir tengingu við símaskrá, Þjóðskráruppflettingu, SMS-sendingar, sendingu til SÍ og uppfærslur forritsins
Þetta þýðir að Tannlæknaþjónninn gengur á næstum hvaða Windows-tölvu sem er. Þar sem stuðningur Microsoft við eldri stýrikerfi fer minnkandi, mælum við með Windows 8 sem lágmarki.