Kynning á kerfinu

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Tannlæknaþjónninn >

Kynning á kerfinu

Tannlæknaþjónninn er forrit sem auðveldar tannlæknum og aðstoðarfólki að halda utan um sjúklingana og sögu þeirra.

 

Forritið innifelur dagbók fyrir tímapantanir, skráningu á helstu atriðum um sjúklinginn og utanumhald um þær aðgerðir sem framkvæmdar hafa verið á honum.

 

 

Forritið býður einnig upp á ýmiss konar útskriftir og sendingu gagna til Sjúkratrygginga, ásamt tengingum við bókhald o.fl.  Þar með uppfyllir það allar helstu þarfir tannlæknis til að halda utan um daglegan rekstur stofunnar sinnar.  Skoðaðu efnisyfirlitið til að kynna þér nánar einstaka þætti forritsins.

 

Helstu eiginleikar kerfisins eru:

 

Sending reikninga rafrænt til SÍ

Nota má kerfið á stakri tölvu eða á netkerfi

Allt að fjórir tannlæknar með eigin gagnagrunn geta notað sömu tölvu

Sjúklingaskrá með frjálsum textasviðum fyrir athugasemdir og greiningu

Almenn sjúkrasaga með aðvörunum

Kostnaðaráætlun. Hægt að geyma margar fyrir hvern sjúkling.

Alls 4 taxtar: Almennt, SÍ-almennt, Sérkjör og SÍ-barna.

Þægilegar og fljótvirkar leiðir til að breyta hinum töxtunum

Grafísk framsetning á status tanngarðs, sem er uppfærður sjálfvirkt af korti. Hægt að geyma marga statusa.

Grafísk framsetning á perio (mælingar, blæðingar, horfur o.fl.)

Tvö innköllunarkerfi

Allt að 24 tannlæknar eða tannfræðingar geta merkt sér færslur í kort (hver með sinn lit).

Dagbók með þægilega grafíska vikuframsetningu og biðlista. Allt að 24 dagbækur. Flýtifletting.

SMS-sendingar til að minna sjúklinga á tíma

DMF statistík

Aðgerðastatistík

"Saga" tannar

Sex sérfræðigreinar skilgreindar

Flýtitakkar, skilgreinanlegir.

Listaútprentanir á prentara, í skjáglugga eða yfir í ritvinnsluskjal.

Klippa-og-líma má milli Tannlæknaþjóns og annara forrita, svo sem Word, m.a. tanngarður og perio.

Eigin Símaskrá t.d. fyrir þjónustuaðila

Innbyggð lyfjaskrá

Skjalageymsla fyrir umsóknir, lyfseðla, vottorð, myndir, kostnaðaráætlanir og þ.h.

Hægt að læsa aðgengi að bókhaldi, skuldalista og korti með aðgangsorði.

Útprentanir:

Reikningar

Kreditnóta

Greiðslukvittun

Tannsmíðareikningur

Almenn tilvísun

SÍ umsókn (er nú á netinu)

SÍ áverkavottorð

Lyfseðill (nýja formið)

Mætingarvottorð

Kostnaðaáætlun sjúklings

Heildarútprentun korts sjúklings

Yfirlit dags/tímabils aðgerða á kortum. Hægt að læsa með aðgangsorði.

Yfirlit dags/tímabils útprentaðra reikninga

Dagbók tiltekins dags

Listi sjúklinga

Listi sjúklinga, sem skulda

"Týndir" sjúklingar, (sem ekki hafa mætt sl. 12 mánuði)

Límmmiðaprentun vegna innheimtu og innköllunar

Innköllunarlisti dags/tímabils

Aðgerðaskrá

Uppsetningar:

Gluggar opnast aftur á þeim stað, sem notandi velur.

Notandi getur breytt virkni flýtilykla.

Fjöldi sjúklinga og aðgerða takmarkast aðeins af diskplássi.

Tenging við helstu launa- og fjárhagsbókhaldskerfi (t.d. STÓLPA)

Tenging við munnmyndavélar og Videokerfi (STV)

Tenging við nánast öll digital röntgenkerfi, s.s. TROPHY, SUNI, Dimaxis, Dexis, Digirex, Digora, VixWin, DBSWin, Schick og Sidexis.  Einnig er auðvelt að skilgreina ný röntgenkerfi.