<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Aðstoð í boði > Afritun gagna |
Til að tryggja rekstraröryggi tölvukerfa, er mikilvægt að taka reglulega öryggisafrit af helstu gögnum. Best er að taka slík afrit sjálfvirkt daglega og vista þau á fjarlægum netþjóni til að tryggja gögnin ef þjófur brýst inn og stelur tölvunum, eða allt brennur til kaldra kola.
Engin öryggisafritun er innbyggð í Þjóninn, heldur gert ráð fyrir að notendur velji sjálfir lausn við hæfi og stilli hana rétt. Það er m.a. vegna aukinna krafna um þjöppun gagna, verndun þeirra með dulritun og afritunar af öðrum mikilvægum gögnum stofunnar, s.s. röntgen-myndum og bókhaldi.
Best er að afrita Þjóninn í heild sinni (möppuna C:\Thjonn) og taka heildarafrit mánaðarlega og milli-afrit (e. differential backup) þess á milli. Forrit eins og Duplicati hentar mjög vel til þess.
Afritunarþjónusta Hugmóts
Hugmót býður upp á geymsluþjónustu fyrir öryggisafrit (FTP-svæði) á sanngjörnu verði. Greitt er fyrir þjónustuna einu sinni á ári, auk aðstoðar við uppsetningu. Rekstraröryggi þjónustunnar er tryggt með diska-speglun og varaaflgjafar stuðla að því að gögnin séu ávallt aðgengileg.
Tannlæknum býðst sérstakur samningur á vildarkjörum, fyrir daglega afritun gagna sinna. Um er að ræða forrit og gagnasvæði (allt að 100 Gb). Þessi þjónusta kostar aðeins 1.819 kr. m/VSK á mánuði en er gjaldfærð árlega.
Nánari upplýsingar um afritunarþjónustu Hugmóts finnur þú á vefsíðunni www.hugmot.is/afritun.