<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Notkun þjónsins > Skráning aðgerða v/barna |
Þann 15. maí 2013 tók gildi fyrsti áfangi samnings milli Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Tannlæknafélagsins (TFÍ), um tannlækningar barna og unglinga með 100% greiðsluþátttöku ríkisins. Samningurinn verður innleiddur í áföngum eftir aldurshópum. Fyrst náði hann til 15, 16 og 17 ára unglinga. Aðrir aldurshópar bætast við á næstu misserum og þann 1. janúar 2018 munu þessar reglur gilda fyrir öll börn og unglinga undir 18 ára aldri.
Þegar sjúklingur er kallaður fram, er kannað hvort hann falli undir viðkomandi aldurshóp, og ef tannlæknir samþykkir, er gjaldflokki viðkomandi breytt í SÍ-barna. Þar með er einungis hægt að skrá aðgerðir sem falla undir þennan samning og skýringar um endurgreiðslureglur hvers aðgerðarliðs birtast. Dæmi:
Ef framkvæma þarf aðrar aðgerðir, sem sjúklingur greiðir sjálfur, þarf að breyta gjaldflokki tímabundið gegnum stofnupplýsingar sjúklings.
Með Tannlæknaþjóninum fylga tilbúnar gagnatöflur, með aldursskilgreiningum og verðlista sem gildir á hverjum tíma. Verðlistinn verður endurnýjaður tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí. Notendur Þjónsins þurfa aðeins að sækja slíkar uppfærslur og setja þær inn á réttum tímapunkti. Hóflegt uppfærslugjald er innheimt fyrir báða taxtana (barnataxta og ellitaxta).
Þú getur alltaf ýtt á takkann Þátttaka SÍ til að sjá hvort og hve mikið SÍ mun endurgreiða vegna þessarar aðgerðar.