<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Notkun þjónsins > Skráning aðgerða |
Á þessum flipa sérðu "kort" sjúklingsins og skráir þær aðgerðir hafa verið framkvæmdar á honum, ásamt kostnaði og innborgunum. Jafnframt sést skýrt á samtölunum neðst á skjánum, hvort sjúklingurinn skuldar og hve mikið.
Til að bæta við línum, skaltu smella á einhvern takkanna neðst á skjánum. Litríku flýtitakkarnir bæta oft inn nokkrum línum sem henta vel fyrir algengar aðgerðir.
Ef þú vilt eyða línu(m) skaltu merkja við línurnar með því að smella í fremsta reitinn, hægri-smella síðan með músinni og þá birtist þessi valmynd:
Veldu að Eyða merktum línum og svaraðu spurningunni sem á eftir fylgir, játandi.
Til að skrá upplýsingar um ástand tanna, velur þú flipann Status og merkir viðgerðir og viðgerðarefni inn á viðeigandi tennur.