Sækja sjúkling

<< Click to Display Table of Contents >>

Sækja sjúkling

Nú er hægt að stilla kerfið á svokallaða sveigjanlega nafnaleit, þar sem millinafn er hunsað.  Það eykur líkurnar á að finna rétta sjúklinginn.

 

Til að kalla fram sjúkling sem er á skrá, velur þú flipann Sækja.

 

Þar getur þú leitað eftir nafni, kennitölu, númeri, heimilisfangi, símanúmeri og fleiri valforsendum.  Ef enginn vafi leikur á hvers konar valforsendu þú slóst inn, skiptir forritið sjálfvirkt um svið sem leitað er eftir, t.d. Nafn, Kennitala, Póstnúmer, Númer, Símanúmer.  Smelltu síðan á Sækja-takkann eða ýttu tvisvar á Enter-takkann.

 

Þá birtist listi yfir sjúklinga sem uppfylla skilyrðin.  Þú getur raðað listanum með því að smella á yfirskrift viðeigandi dálks.  Tvísmelltu á sjúklinginn sem þú vilt kalla fram (eða veldu línu með pílunum og ýttu svo á Enter).

 

 

 

 

Ef þú skráðir inn kennitölu og enginn sjúklingur fannst, birtist þessi spurning.  Ef þú svarar játandi, opnast skráningarglugginn með viðkomandi kennitölu og útfyllt að hluta.