<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Aðrar aðgerðir > Algeng skjöl fyrir sjúkling |
Nú er hægt að afrita algeng skjöl fyrir sjúkling, eins og Slysavottorð og Umsókn um þátttöku í kostnaði úr rammasafni yfir í skjalsafn sjúklingsins. Þetta flýtir fyrir slíkri skjalavinnu og tryggir gott skipulag á upplýsingunum.
Þetta er framkvæmt gegnum liðinn Sjúklingur á aðalvalmyndinni. Rammaskjalið er afritað í safn sjúklingsins, dagsetningu bætt framanvið og skjalið opnað. Þá þarf bara að fylla út svæðin eins og við á, vista skjalið og prenta.
Dæmi: Ef valið er Slysavottorð fyrir sjúkling 0112 þann 16. október 2011 verður til skjal með heitinu:
Z:\Skjalasafn\0100\0112 Ingólfur Helgi Tryggvason\20111016_tannl_slysavottord.doc