Flytja gögn úr Sjúklingaskránni

<< Click to Display Table of Contents >>

Flytja gögn úr Sjúklingaskránni

Þessi aðgerð leyfir þér að vista gögn úr Sjúklingaskránni yfir í textaskrá sem lesa má inn í Excel og fleiri forrit.  Veldu liðinn undir Ýmislegt í valmyndinni.  Þá birtist þessi valkostagluggi:

 

Valkostir við flutning gagna úr Sjúklingaskránni yfir í textaskrá

 

 

Valkostirnir skýra sig að mestu leyti sjálfir.  Því fleiri forsendur sem skráðar eru, þeim mun þrengri er leitin og færri sjúklingar verða valdir.

 

Ef þú vilt fá allar upplýsingar, skaltu haka í reitinn "Flytja ítarlegar upplýsingar".  Annars eru aðeins helstu svæði vistuð (númer sjúklings, kennitala, nafn, heimili og póstfang).

 

Að lokum ýtir þú á takkann Vista gögn og fylgist með framvindunni.  Ef skráin er til fyrir er varað við því og boðið upp á að skrifa yfir hana eða hætta við.  Að vinnslu lokinni opnast skráin í viðeigandi forriti (t.d. Excel í ofangreindu dæmi) ef þú hakaðir við þann valkost.

 

Ef Excel er notað til að vinna með gögnin, er einfaldast að merkja allt skjalið og tvísmella síðan á bil milli tveggja dálka.  Þá finnur Excel út hæfilega breidd fyrir hvern dálk.