<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Aðrar aðgerðir > Athuga nýrri útgáfu |
Tannlæknaþjónninn getur athugað sjálfur hvort ný útgáfa af honum sé í boði. Það er gert með því að velja liðinn Hjálp - Athuga nýrri útgáfu í aðalvalmyndinni. Þá birtist þessi valkostagluggi:
Veldu þá tíðni sem henta þér og smelltu svo á Athuga núna. Þá er framkvæmd fyrirspurn yfir netið og ef ný útgáfa er í boði, birtist þessi gluggi:
Ef þú velur að sækja nýju útgáfuna, er slökkt á Tannlæknaþjóninum og í framhaldi opnast vefsíða, þar sem þú getur sótt uppfærsluna. Vistaðu hana þar sem best hentar og ræstu hana. Ef þú notar Windows VISTA, 7 eða 8, þarftu að ræsa forritið sem kerfisstjóri (Run As Administrator). Uppfærsluálfurinn leiðir þig áfram og eftir skamma stund er nýja útgáfan orðin virk. Auðveldara getur þetta varla orðið!
Þú ræður hvort og hvenær þú sækir nýja útgáfu. Við mælum þó með að þú uppfærir sem oftast, til að geta notað nýjungar og lagfæringar sem koma í nýjustu útgáfu forritsins hverju sinni.