Senda reikning

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Rafræn samskipti við SÍ >

Senda reikning

Að lokum er reikningurinn sendur rafrænt til SÍ og svo prentaður út.

 

Merktu við línur sem þú vilt senda, smelltu á Prenta-takkann og veldu Senda reikning rafrænt til SÍ ...

 

Þá fer eftirfarandi vinnuferli af stað:

 

Forsendur fyrir rafræn samskipti eru villuprófaðar

Aðgerðarlínur eru tíndar til og villuprófaðar

Prófunarreikningur er búinn til og sendur

Ef engar villur fundust, birtast samtölur og lokaviðvörun:  
Viltu senda rafræna reikninginn núna?

Ef það er samþykkt, verður formlegur reikningur búinn til og sendur

Að lokum er boðið upp á að prenta reikninginn í framhaldi, og er mikilvægt að
samþykkja það svo samræmi verði í reikningsnúmerum.

 

Upplýsingar um framvindu verksins birtast á stöðulínunni neðst.  Ýmiss konar villur geta komið upp í þessu ferli og birtast þá viðeigandi boð.  Minnsta villa stöðvar vinnuferlið.  Stundum þarf líka að sýna örlitla þolinmæði, því svartími fyrir hverja beiðni getur verið nokkrar sekúndur og alls eru sendar 5-10 beiðnir fyrir dæmigerðan reikning.

 

Ef þú hefur hakað við valkostinn Afrita reikninga með villum í vinnusafn í forsendumyndinni, verða innsendir reikningar sem fengu villu, vistaðir í vinnusafninu (t.d. Z:\Temp) og hægt að skoða þá eftir á.

 

Ef allt gengur upp, verður reikningurinn vistaður á XML-formi í skráasafnið sem tilgreint er í forsendunum.  Þetta er til að eiga sönnun fyrir innsendingunni eða skoða hann síðar.  Dæmi um skráheiti er SI_reikn_91757686.xml  þar sem 91757686 er skjalnúmerið sem SÍ úthlutaði fyrir reikninginn.

 

Senda reikning sem þegar hefur verið prentaður:

 

Til að vinna úr reikningum sem þegar hafa verið prentaðir, skaltu merkja við línurnar og senda.  Ferlið er að flestu leyti eins, nema þú þarft að skrá inn reikningsnúmerið sem notað var á upphaflega reikninginn.  Í lok sendingar verður reikningurinn ekki heldur prentaður aftur.

 

Senda einstaka línur en sleppa öðrum:

 

Stundum koma villur frá SÍ um að einstaka liðir verði ekki endurgreiddir.  Þá er einfaldast að sleppa þeim liðum (afmerkja) og reyna aftur.  Þetta fer þó eftir eðli villunnar, því stundum þarf að tilgreina tönn eða fleti, eða nota annan gjaldlið.  Þá skaltu gera nauðsynlegar leiðréttingar á aðgerðalínunum og reyna aftur.

 

Rekja villur og skoða afrit af reikningum:

 

Hægt er að skoða reikninga með villu eða afrit af einstaka reikningum með því að opna viðeigandi skrá. Til þess má nota Internet Explorer eða annað forriti sem ræður við vel XML-skjöl. Villur eru geymdar minnst einn mánuð í vinnusafninu (t.d. Z:\Temp) og afrit af reikningum eru vistuð ótímabundið í safninu sem þú tilgreindir í forsendumyndinni.

 

Opnaðu Windows Explorer og smelltu á viðeigandi drif og skráasafn.  Síðan er einfaldast að birta helstu atriði (e. details) og raða í tímaröð.  Tví-smelltu svo að viðkomandi skrá og hún birtist í sjálfgefna forritinu.