Samnýting gagna á neti

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Forritið sett inn >

Samnýting gagna á neti

Ef þú ætlar að nota Tannlæknaþjóninn frá fleiri en einni tölvu, þarftu að samtengja gögnin svo allt virki eins og til er ætlast.  Það er gert á eftirfarandi hátt:

 

Lykilatriðið er að báðar/allar tölvurnar vísi á sama skráarsafnið fyrir BDE (Borland Database Engine).

 

Meðal þess sem þarf að gera, er eftirfarandi á báðum/öllum tölvunum:

 

Mappa Z: drifið --> á aðalvélina á slóðina C:\Thjonn

Tryggja að það sé með les- og skrifréttindi (t.d. prófa að búa til litla textaskrá í Z:\ safninu)

Ræsa upp BDE administrator (BDEadmin.exe) gegnum Control Panel eða beint úr
C:\Thjonn\BDE

Opna þar Configuration - Drivers - Native - Paradox

Breyta NET DIR í Z:\  (á báðum tölvunum)

Opna Configuration - System - INIT

Staðfesta að þar sé valið: LOCAL SHARE = True (breyta ef með þarf)

Velja Object - Apply  (eða Ctrl+A)

Opna Tann.ini stýriskrána

Setja undir [Path]

 db=Z:\db

Prófa að opna Tannlæknaþjóninn og staðfesta að allt virki eins og vera ber.

 

Með þessu er tryggt að allar tölvur séu að vísa á sömu Paradox-stýriskrárnar á Z:\

og þar með er komið í veg fyrir að læsingavandamál komi upp.

 

Að sjálfsögðu má nota aðra drifstafi en Z: eftir því sem við á hjá hverjum tannlækni.