<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Uppsetning > Útprentanir |
Hér getur þú skilgreint hvar og hvernig hinar ýmsu úrskriftir úr kerfinu skila sér. Um er að ræða ýmis konar útskriftir, s.s. reikninga, kvittanir, lyfseðla, vottorð og eyðublöð.
Stilltu þetta eins og þér best hentar og gerðu síðan prufu-útskrift til að sannprófa árangurinn. Valkostirnir skýra sig að mestu leyti sjálfir.
Inndráttur (vinstri spássía) ákveður hve innarlega á blaðinu prentun hefst. Línur á undan stillir hve ofarlega prentun hefst. Getur verið mínus tala, ef prentari þarf að bakka áður en prentun hefst. Línur á eftir stillir afrif að prentun lokinni (oftast –1).
Prentun límmiða
Límmiðaprentun er fyrir skuldalista, innkallanir og sjúklingalista. Límmiðar eru til af ýmsum gerðum og getur verið töluvert vesen að stilla prentun á þá.
Á myndinni hér að ofan, sérðu stillitölur fyrir ZWECKFORM 3423 sem eru algengar límmiðaarkir með 16 miða á síðu, miðað við Windows stafasett og Courier New 10 leturgerð.
Á sumum laser-prenturum þarf að nota Courier letur. Mundu að ýta á Geyma til að vista breytingarnar sem þú gerir á þessum stillingum.