<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Sannprófun gagna > Senda gögn í viðgerð |
Hugmót býður tannlæknum þá þjónustu að laga galla í gögnum, sem geta myndast af ýmsum orsökum. Þjónustan er gjaldfærð í tímavinnu, og tekur sjaldnast meira en klukkutíma.
Ef þú vilt nýta þjónustuna, þarftu að enda Tannlæknaþjóninn á öllum tölvum og afrita gagnagrunninn í ZIP-skrá.
Sendu okkur síðan skeyti á it@hugmot.is og óskaðu eftir viðgerð gagna. Láttu gögnin fylgja með sem viðhengi eða sendu hana gegnum örugga sendiþjónustu eins og HighTail. Einnig máttu slá á þráðinn í síma 893-8227 til að hnippa í okkur.
Við reynum að bregðast fljótt og vel við slíkum beiðnum og sendum þér skrárnar til baka ásamt leiðbeiningum.
Mikilvægt er að þú vinnir ekki neitt í Tannlæknaþjóninum fyrr en þú hefur fengið skrárnar sendar til baka og sett þær á sinn stað!
Nú bjóðum við líka Fjaraðstoð en hún gerir okkur kleift að laga gögnin beint á þinni tölvu yfir Internetið, sem sparar bæði tíma og fyrirhöfn.