<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: »No topics above this level« Öryggisafritun |
Margs konar gögn eru notuð í daglegum rekstri fyrirtækja. Til að tryggja reksturinn, þurfa þessi gögn að vera aðgengileg og fersk.
Stundum bila tölvur eða diskar hrynja. Eldsvoðar, vatnstjón, rafmagnstruflanir, tölvuvírusar, þjófnaður og mannleg mistök geta einnig valdið gagnatapi. Svona mætti lengi telja; ýmiss konar atvik og uppákomur þar sem gögn glatast og afleiðingin er oft MJÖG alvarleg truflun á rekstri fyrirtækisins.
Hvað er til ráða?
Eina raunhæfa leiðin til að tryggja sig gegn slíkum áföllum, er að taka reglulega afrit af gögnum sem máli skipta og vista afritin á annarri tölvu, helst á öðrum stað. Til að tryggja enn meira öryggi, er skynsamlegt að afrita mikilvægustu gögnin á tvo staði.
Stundum er talað um ásættanlegt gagnatap, t.d. ef afrit er tekið daglega, merkir það að þú sættir þig við að tapa öllum breytingum sem voru gerðar sl. sólarhring. Ef það er ekki viðunandi, þarf að taka afrit nokkrum sinnum á dag, s.s. í hádeginu og að kvöldi dags.
Hugmót veitir fyrirtækjum ráðgjöf og aðstoð við að koma öryggisafritun í gott horf og tryggja þannig samfelldan rekstur. Einnig bjóðum við geymslusvæði fyrir vistun öryggisafrita. Í þjónustunni felst meðal annars:
•Uppsetning forrita fyrir afritun
•Skilgreining á afritun gagna
•Geymslusvæði fyrir afritin
•Afritun á tvo staði
•Eftirlit með reglulegri afritun
•Endurskoðun afritunar
•Aðstoð við endurheimt gagna
Nánari upplýsingar um afritunarþjónustu Hugmóts finnur þú á vefsíðunni www.hugmot.is/afritun.
Gögn Þjónsins
Gögn Tannlæknaþjónsins eru uppfærð jafnt og þétt þegar þú notar kerfið. Með tíð og tíma safnast þar mikilvægur grunnur upplýsinga, sem hefur mikil áhrif á starfsemi stofunnar. Mikilvægustu gögnin eru gagnagrunnur Tannlæknaþjónsins og stillingaskráin Tann.ini, sem yfirleitt eru geymdar á slóðinni: C:\Thjonn og C:\Thjonn\DB
Til að staðfesta hvar gögnin liggja, getur þú valið Hjálp - Helstu skráasöfn frá valmyndinni, og birtist þá mynd með upplýsingum um helstu skráasöfnin. Ef þú vilt vera alveg viss, má sannreyna það, t.d. með því að skoða innihald þessarar möppu og raða skrám í röð á dagsetningu.
Aðrar skrár sem þarf að afrita eru t.d. Mynda- eða skjalasafn sjúklinganna, afrit af SÍ-reikningum og röngtgen-myndir sem teknar hafa verið.
Til að fyrirbyggja gagnatap, s.s. af völdum tölvubilunar, bruna eða þjófnaðar, er mjög mikilvægt að taka öryggisafrit reglulega. Helst þarf að gera það daglega og flytja afritið á annan stað, t.d. í gagnageymslu á Internetinu. Til eru margar aðferðir til þess og misjafnt hvað hentar hverjum og einum. Hér á eftir eru taldir upp nokkrir valkostir í þeim efnum.
Síðast en ekki síst, er mikilvægt að sannprófa endurheimt gagna t.d. tvisvar á ári. Stundum treysta menn í blindni á að öryggisafritun sé í lagi, en grípa svo í tómt þegar á þarf að halda. Prófun á endurheimt gagnanna kemur í veg fyrir það.