Afritun út á Netið

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Öryggisafritun >

Afritun út á Netið

Ef þú ert með aðgang að geymslusvæði á Netinu (t.d. hjá Hugmóti, Dropbox, Google Drive, OneDrive eða iCloud), geturðu vistað öryggisafrit af Tannlæknaþjóninum þar.

 

Þjónustan hjá Hugmóti veitir þér aðgang að FTP-svæði fyrir allt að 100 Gb geymslupláss og kostar aðeins 21.824 kr. á ári með VSK.  Flestir notendur þjónustunnar nota Duplicati forritið til að sjá um afritunina sjálfvirkt.  Að auki fylgjumst við með því að afrit berist reglulega og hippum í þig ef svo er ekki.

 

Hafa skal í huga að hraði Internet-tenginga frá notanda er oft 2 Mbps eða minni (ADSL-tengingar).  Til að öryggisafritun út á netið sé raunhæf, gætir þú þurft að kaupa öflugri áskrift með 8 Mbps eða meiri hraða frá notanda, s.s. ljósnet eða ljósleiðara. Þú getur mælt samskiptahraðann í báðar áttir með þjónustu eins og SpeedTest.net og gert viðeigandi ráðstafanir í framhaldi.

 

Skynsamlegt er að vista gögnin á dulrituðu formi, til að enginn geti nýtt gögnin, þó svo óheppilega vilji til að þau komist í hendur óprúttinna.