Töflur í gagnagrunni

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Tæknimál >

Töflur í gagnagrunni

Tannlæknaþjónninn notar gagnagrunninn Borland Database Engine, sem byggir á Paradox-töflum.  Þessi gagnagrunnur er mjög útbreiddur og hentar vel fyrir smærri hugbúnaðarkerfi.  Skrár gagnagrunnsins eru yfirleitt geymdar á slóðinni: C:\Thjonn\DB en því má breyta með stillingu í Tann.ini stýriskránni, undir liðnum [Path] og atriði DB.

 

Hér finnur þú lista yfir helstu gagnatöflur (.db) í gagnagrunninum, ásamt stuttri lýsingu á tilgangi þeirra.  Skrár með öðrum eftirnöfnum  (t.d. .px /.xg1 / .yg1) eru auka-indexar sem auðvelda að lesa gögnin í tiltekinni röð.

 

Tafla

Skýring

Aetlun

Kostnaðaráætlun

Aldradir

SÍ-taxti fyrir aldraða og öryrkja (stundum nefndur Ellitaxti)

AldurBarna

Skilgreining á aldurshópum sem 100% endurgreiðsla SÍ nær til, ásamt gildisdagsetningum

Barnataxti

SÍ-taxti sem gildir fyrir tannlækningar barna og unglinga sem 100% endurgreiðsla nær til, ásamt skýringum

Bidlisti

Sjúklingar á biðlista

Dagbok

Tímapantanir

Effect

Kódar og lýsingar á fyllingarefnum o.fl.

Faerslur

Bókhaldsfærslur

Fee

Aðgerðaliðir og gjaldskrá

Fylgiskj

Fylgiskjöl sjúklings, t.d. myndir og lyfseðlar

Hold

Geymir upplýsingar um tannhold (Perio)

Leit

Tafla til að flýta leit eftir nafni og auka sveigjanleika (leyfir að hunsa millinafn)

Ltexti

Ítarlegur texti við aðgerðalínur á korti.  Geymir einnig Athugasemdir um sjúkling í Stofni.

Lyf

Listi yfir helstu lyf og notkunarleiðbeiningar þeirra

Patient

Sjúklingaskrá

Pnum

Póstnúmeratafla

Rec

Færslur á kortum sjúklinga (aðgerðir, afslættir og innborganir)

Simar

Símaskrá fyrir þjónustuaðila o.fl.

SMS_send

Upplýsingar um send SMS

Texti

Aukatexti, Viðvaranir og Greiningartexti