<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Tæknimál > Töflur í gagnagrunni |
Tannlæknaþjónninn notar gagnagrunninn Borland Database Engine, sem byggir á Paradox-töflum. Þessi gagnagrunnur er mjög útbreiddur og hentar vel fyrir smærri hugbúnaðarkerfi. Skrár gagnagrunnsins eru yfirleitt geymdar á slóðinni: C:\Thjonn\DB en því má breyta með stillingu í Tann.ini stýriskránni, undir liðnum [Path] og atriði DB.
Hér finnur þú lista yfir helstu gagnatöflur (.db) í gagnagrunninum, ásamt stuttri lýsingu á tilgangi þeirra. Skrár með öðrum eftirnöfnum (t.d. .px /.xg1 / .yg1) eru auka-indexar sem auðvelda að lesa gögnin í tiltekinni röð.
Tafla |
Skýring |
Aetlun |
Kostnaðaráætlun |
Aldradir |
SÍ-taxti fyrir aldraða og öryrkja (stundum nefndur Ellitaxti) |
AldurBarna |
Skilgreining á aldurshópum sem 100% endurgreiðsla SÍ nær til, ásamt gildisdagsetningum |
Barnataxti |
SÍ-taxti sem gildir fyrir tannlækningar barna og unglinga sem 100% endurgreiðsla nær til, ásamt skýringum |
Bidlisti |
Sjúklingar á biðlista |
Dagbok |
Tímapantanir |
Effect |
Kódar og lýsingar á fyllingarefnum o.fl. |
Faerslur |
Bókhaldsfærslur |
Fee |
Aðgerðaliðir og gjaldskrá |
Fylgiskj |
Fylgiskjöl sjúklings, t.d. myndir og lyfseðlar |
Hold |
Geymir upplýsingar um tannhold (Perio) |
Leit |
Tafla til að flýta leit eftir nafni og auka sveigjanleika (leyfir að hunsa millinafn) |
Ltexti |
Ítarlegur texti við aðgerðalínur á korti. Geymir einnig Athugasemdir um sjúkling í Stofni. |
Lyf |
Listi yfir helstu lyf og notkunarleiðbeiningar þeirra |
Patient |
Sjúklingaskrá |
Pnum |
Póstnúmeratafla |
Rec |
Færslur á kortum sjúklinga (aðgerðir, afslættir og innborganir) |
Simar |
Símaskrá fyrir þjónustuaðila o.fl. |
SMS_send |
Upplýsingar um send SMS |
Texti |
Aukatexti, Viðvaranir og Greiningartexti |