Endurheimta gögn

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Öryggisafritun >

Endurheimta gögn

Ef gagnagrunnurinn hrynur eða skemmist mjög alvarlega, getur þú þurft að endurheimta gögnin úr öryggisafriti.  Skynsamlegt er þó að reyna fyrst að gera við skrárnar.

 

Hvernig endurheimtin fer fram, veltur mjög á þeirri aðferð sem notuð var við afritunina.  Ef þú tókst afrit af gagnagrunninum yfir á USB-disk (flakkara eða minnislykil) dugir einfaldlega að afrita gögnin aftur á sinn stað, sem yfirleitt er C:\Thjonn\DB. Einnig er skráin Tann.ini býsna mikilvæg, því hún inniheldur nánast allar stillingar Tannlæknaþjónsins.  Hún er oftast vistuð á slóðinni C:\Thjonn

 

Ef þú notaðir WinZIP eða önnur áþekk forrit, skaltu fylgja leiðbeiningum framleiðanda um endurheimt gagna (e. restore).  Sjá dæmi um leiðbeiningar um endurheimt, ef þú ert í afritunarþjónustu hjá Hugmóti.

 

Gott er að sannprófa endurheimt gagna minnst tvisvar á ári, t.d. yfir á aðra tölvu, til að tryggja að allt virki eins og vera ber.

 

Einnig þarf að endurskoða hvaða skrár og möppur eru afritaðar, árlega eða jafnvel oftar.